„Jákvæð breyting frá síðustu könnun, sem margar í röð hafa sýnt áform um að fækka starfsfólki, er að nú er gert ráð fyrir óbreyttum starfsmannafjölda. Svo vinnumarkaðurinn er kannski smám saman að snúast við. En þetta eru litlar breytingar.“ Þetta segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, um niðurstöður könnunar á stöðu og framtíðarhorfum stærstu fyrirtækja á Íslandi. Könnun er gerð á vegum SA og SÍ ársfjórðungslega en að þessu sinni svöruðu 250 fyrirtæki af þeim 406 sem voru í úrtakinu.

Niðurstöður spurninga um vinnumarkaðinn má sjá á meðfylgjandi mynd.

Ótryggar horfur á vinnumarkaði
Ótryggar horfur á vinnumarkaði

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.