Óttar Proppé, sem verið hefur formaður Bjartrar framtíðar, og starfandi heilbrigðisráðherra hefur sent flokksmönnum sínum afsagnarbréf.

Í gær hafði Óttarr þó ekki íhugað afsögn eins og Viðskiptablaðið sagði frá , en flokkurinn þurrkaðist út í kosningunum sem boðað var til eftir að flokkurinn sleit stjórnarsamstarfinu við Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn.

Óttar segir í bréfinu úrslitin „sérstaklega ömurleg fyrir flokkinn“ að því er RÚV greinir frá.„Mér finnst eðlilegt að axla ábyrgð á þessari stöðu og segja af mér embætti formanns Bjartrar framtíðar.“