Óttar Pálsson hefur verið skipaður forstjóri Straums-Burðaráss fjárfestingabanka hf. frá og með deginum í dag.

Óttar er lögfræðingur að mennt og leitt lögfræðisvið Straums s.l. 2 ár. Hann tekur við starfinu af William Fall sem lét af störfum þegar bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í byrjun síðustu viku.

Óttar starfaði á lögfræðistofunni Logos á árunum 2001 - 2006