Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga, segir að til greina komi að láta reyna á lögmæti hluthafafundar Glitnis Holdco í gær.

Segir hann að hægt væri að gera það á tvennum forsendum. Annars vegar þeirri að fundarstjóri taldi ekki ástæðu til að kanna lögmæti umboða þeirra sem mættu fyrir hönd hluthafa og hins vegar vegna þess að ekki hafi verið rétt staðið á kynningu á hvatakerfi stjórnarmanna, sem samþykkt var á fundinum.