Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú síðdegis sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum, fyrir Alþingiskosningar 2017. Af þeim 36 frambjóðendum sem skipa sex efstu sætin í hverju kjördæmi eru 23 konur og 13 karlar.

Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og Nichole Leigh Mosty þingmaður leiðir listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra leiðir listann í Suðvesturkjördæmi.

Efstu sex frambjóðendur í öllum kjördæmum eru:

Reykjavíkurkjördæmi norður

  1. Óttarr Proppé, ráðherra og formaður Bjartrar framtíðar.
  2. Auður Kolbrá Birgisdóttir lögmaður.
  3. Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur.
  4. Ágúst Már Garðarsson kokkur.
  5. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent í þjónandi forystu.
  6. Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri CCP og dómari í Gettu betur.

Reykjavíkurkjördæmi suður

  1. Nichole Leigh Mosty þingmaður.
  2. Hörður Ágústsson, eigandi Macland.
  3. Starri Reynisson stjórnmálafræðinemi.
  4. Þórunn Pétursdóttir landgræðsluvistfræðingur.
  5. Diljá Ámundadóttir, KaosPilot og MBA.
  6. Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Suðvesturkjördæmi

  1. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra.
  2. Karólína Helga Símonardóttir mannfræðingur.
  3. Halldór Jörgensson framkvæmdastjóri.
  4. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri.
  5. Ragnhildur Reynisdóttir markaðsstjóri.
  6. Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri.

Suðurkjördæmi

  1. Jasmina Crnac stjórnmálafræðinemi.
  2. Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis.
  3. Valgerður Björk Pálsdóttir framkvæmdastjóri.
  4. Drífa Kristjánsdóttir bóndi.
  5. Guðfinna Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari.
  6. Eyrún Björg Magnúsdóttir framhaldsskólakennari.

Norðvesturkjördæmi

  1. Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.
  2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari í tónlistarskóla Akraness.
  3. Elín Matthildur Kristinsdóttir meistaranemi.
  4. Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari.
  5. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona.
  6. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Norðausturkjördæmi

  1. Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari.
  2. Halla Björk Reynisdóttir flugumferðarstjóri.
  3. Hörður Finnbogason ferðamálafræðingur.
  4. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi.
  5. Jónas Björgvin Sigurbergsson sálfræðinemi.
  6. Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur.