„Fyrsta launaða vinnan sem ég stundaði var að fara niður á höfn í Hafnarfirði og snapa mér dagvinnu,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurður um fyrstu vinnuna. Sú var hjá Efnalaug Hafnarfjarðar.

„Ég hafði ekki hugmynd um efnalaugarstörf. En ég brilleraði í viðtalinu og var ráðinn. Þetta var aðallega skemmtilegur vinnustaður af því að það var hress kona að vestan sem átti efnalaugina. Þar var mikil stemning. Kjaftforar eldri konur og mikill djöfulgangur þegar mikið var að gera. Svo var yndislegur eldri maður sem kom til okkar í morgunkaffi. Hann spjallaði og þáði kaffi. Hann jóðlaði svo fyrir okkur,“ seggir Óttarr.