Þingmenn gera stundum tilraunir til þess í ræðustól Alþingis að spá fyrir um framtíðina eins og spámaðurinn Nostradamus. „Það sem við vitum og hefur ekki breyst í gegnum aldirnar eru að Ísland er tiltölulega lítið,“ segir Óttarr Proppé, þingmaður Bjartrar framtíðar. Hann ræddi í löngu og ítarlegu máli um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið (ESB) og þróun sambandsins. Skýrslan var kynnt stjórnarflokkum í vikubyrjun og mælti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra fyrir henni á Alþingi í gær. Umræður um skýrsluna héldu áfram á Alþingi í dag og tók Óttarr það sem menn telji að gerist haldi stjórnvöld aðildarviðræðum áfram eða slíti þeim.

Óttarr var á svipuðum nótum og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn, meira að segja Steingrímur J. Sigfússon , fyrrverandi formaður og þingmaður VG, sem vilja að aðildarviðræðum stjórnvalda við ESB verði haldið áfram þar til samningur liggur fyrir. Með samningi verði hægt að meta hvort landið fái undanþágur frá skilyrðum ESB og hvað annað felist í samningnum sem ýmist hugnist eða

Óttar sagði örlög þjóðarinnar samofin löndum Evrópusambandsins þótt Íslands sé eyja og lýsti máli sínu til stuðnings í ítarlegu máli skilningu á því hvað teljist eyja.

Þá sagði Óttarr mörgum spurningum ósvarað. Þeim verði ekki svarað nema með því að landa samningi við ESB. „Við getum ekki vitað neitt um framtíðina án þess að klára samninginn,“ sagði hann.