Óttast er að sveitarfélög muni ekki getað borgað laun um næstu mánaðarmót vegna hruns íslensku bankanna. Eins og fram hefur komið eru 100 sveitarfélög og stofnanir innan þeirra meðal þeirra lögaðila sem áttu innistæður upp á samtals meira en 1 milljarð punda í íslensku bönkunum.

Samkvæmt frétt Telegraph er talið að ýmis stjórnvöld hafi notað reiknina í íslensku bönkunum til að geyma fjármuni sem ætlað var að nota í launagreiðslur.

Verkalýðsfélagið Unison hefur lýst yfir miklum áhyggjum af hugsanlegum afleiðingum fyrir launagreiðslur starfsmanna sveitarfélaga af hruni íslensku bankanna.