Sérfræðingar óttast að stærsti fatasali Bretlands Marks and Spencer neyðist til að falla frá áformum sínum um að greiða arð til hluthafa að því er kemur fram í The Daly Telegraph.

Marks and Spencer hefur fundið illilega fyrir samdrætti á neytendamarkaði, rétt eins og önnur verslanafyrirtæki í Bretlandi. Hlutabréf M&S féllu um 10% síðustu tvær vikur fyrir jól. Þrátt fyrir 34% minni hagnað á fyrri árshelmingi hafði stjórnarformaður félagsins, Sir Stuart Rose, haldið sínu striki og fullvissaði hann hluthafa um það í nóvember að arðgreiðsla myndi koma.