Óttast er að fleiri spænsk héruð muni á næstunni óska eftir fjárhagslegri aðstoð frá spænskum yfirvöldum. Í litlu dagblaði í Murcia, einu minnsta héraði Spánar, er í dag haft eftir fulltrúum yfirvalda þar í bæ að til standi að óska eftir aðstoð fyrir allt að 300 milljónir evra. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Eins og greint hefur verið frá óskað Valencia á föstudag eftir aðstoð frá yfirvöldum. Í kjölfar hækkaði ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf Spánar en evran lækkaði á sama tíma gagnvart jeninu.

Ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf gefur vísbendingu um lántökukostnað ríkja en bæði Spánn og Ítalía hafa kvartað sáran undan háum lántökukostnaði undanfarnar vikur. Mörg svæði og stofnanir innan landanna eru fjárþurfi og hefur hækkandi lántökukostnaður því, eðli málsins samkvæmt, slæm áhrif.