Auðjöfurinn heimsfrægi Warren Buffett sagði í viðtali við CNBC í dag að mögulegt sé að kaup Berkshire Hathaway, fyrirtækis síns, á hlutabréfum í tölvu- og raftækjafyrirtækinu IBM hafi verið stórfelld mistök.

Buffett telur fjárfestinguna ekki hafa verið mistök enn sem komið er, en mögulegt er að hans sögn að bréfin haldi einfaldlega áfram að lækka í verði og krefji Buffett og Munger hjá Berkshire til þess að taka tapinu og selja þau lægra en þeir keyptu þau.

Berkshire á 8,6% hlut í IBM eins og stendur, en hingað til hefur félagið tapaða 2,6 milljörðum Bandaríkjadala á fjárfestingunni. Það jafngildir um 338 milljörðum íslenskra króna.

Buffett er þriðji ríkasti maður á plánetunni, en hann er þekktur fyrir snilldarlegar fjárfestingaraðferðir sínar. Þó gerir hann mistök eins og allir aðrir, eins og hann talaði um árið 2014 þegar félag hans tapaði miklum pening á bréfum í Tesco.