Aðilar í framleiðslu- og verslunargeiranum kvarta undan skorti á leiðbeiningum frá Samkeppniseftirlitinu hvað varðar skilgreiningu á mörkuðum og því hvernig reikna eigi út kostnaðarlegt hagræði fyrir afsláttum, sem heildsalar og framleiðendur veita smásölum.

Kemur þetta fram í bréfum sem Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu sendu Samkeppniseftirlitinu í kjölfar birtingar á skýrslu eftirlitsins um samkeppni á dagvörumarkaði. Í bréfunum kemur líka fram að eitthvað er um að fyrirtæki forðist að leita leiðbeininga frá eftirlitinu af ótta við að slík ósk gæti leitt til refsingar.