*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 13. október 2014 17:54

Óttast að opnun dragist á langinn

Starfsfólk í veitinga- og ferðaþjónustu á Akureyri óttast að seinkun verði á opnun Hlíðarfjalls á Akureyri.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Seinkun á opnun Hlíðarfjalls á Akureyri gæti haft mikil áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki þar í bæ. Starfsfólk í veitinga- og ferðaþjónustu hefur lýst áhyggjum sínum af því að opnun Hlíðarfjalls muni dragast á langinn. Þetta kemur fram í Vikudegi. Báðir verkstjórar skíðasvæðisins létu af störfum og auglýst verður eftir nýjum. Ráðning og þjálfun nýrra starfsmanna mun taka sinn tíma.

Ekki er útilokað að þetta ferli seinki opnun skíðasvæðisins. Í versta falli er talið að ekki verið opnað fyrr en eftir áramót. 

Stikkorð: Hlíðarfjall