Eiður Haraldsson, framkvæmdastjóri Háfells, segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að jarðvinnuverktakar óttist nú bakslag í framkvæmdum eftir gríðarlega grósku á síðustu árum.

"Auðvitað erum við svolítið hræddir um það. Þetta hefur verið með þeim hætti á undanförnum árum að verkefnaframboðið hefur gengið í bylgjum. Virðast bylgjurnar jafnan vera stærri í þessari grein en hjá öðrum atvinnuvegum, topparnir hærri og lægðirnar dýpri. Þó að auka eigi við vegafé eftir að yfirstandandi stórframkvæmdir í virkjanamálum og stóriðju klárast, þá er orðin svo gífurleg afkastageta í landinu að ekki er víst að verkefnin dugi fyrir alla," segir Eiður í samtali við Viðskiptablaðið.