Dræm sala hefur verið á Diet Coke að undanförnu. Forsvarsmenn Coca Cola hafa sagt að sala hafi dregist saman um 7% á öðrum ársfjórðungi. Frá því á árinu 2010 hefur salan farið hríðlækkandi. Salan hefur verið svo léleg að Pepsi-Cola hefur selst betur en Diet Coke í Bandaríkjunum og er núna annar vinsælasti gosdrykkur landsins.

Diet Pepsi mun breyta uppskrift sinni í ágúst og þá munu aspartame sætiefnið verða tekið úr henni þar sem að sögusagnir eru af því að efnið valdi krabbameini.

Framkvæmdastjóri Coca Cola Muhtar Kent hefur viðurkennt að erfiðir tímar séu framundan hjá Diet Coke, stærsta vandamálið er þó í Bandaríkjunum. Hins vegar hefur einnig verið dræm sala út um allan heim. J. W. Anderson mun hanna sérlínu af takmörkuðu magni af Diet Coke á næstunni.

Þrátt fyrir dræma sölu af Diet Coke var annar ársfjórðungur ársins góður fyrir Coca Cola fyrirtækið, hagnaður jókst um 20% og sala var betri en von var á.