Stjórnendur bílaleiga fagna því að ný og skilvirk lög séu komin umútleigu einkabíla. Með þeim er verið að jafna samkeppnisgrunninn og tryggja að gæðin séu í lagi. „Menn voru búnir að reka sig á að eldri lögin voru of opin og veittu ekki eftirlitsaðilum neina heimild til að taka á b r o t a a ð ilum. Nú má sekta mennn sem leigja út ótryggða eða vanbúna bíla og það er ekki lengur leyfilegt að leigja út bíla óskoðaða. Í framhaldinu verður eftirlit vonandi hert og heimild fyrir aðila til að taka á málum,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds Bílaleigu.

Sigfús B. Sigfússon, framkvæmdastjóri Hertz, segist fagna allri samkeppni og nýjungum. Hann segist telja að þó að mikið sé að gera og mikið bókað hjá bílaleigum, sérstaklega á sumrin, anni þær nú alveg eftirspurninni. „En það er örugglega pláss fyrir þetta á markaðnum, það er alveg klárt mál,“ segir Sigfús.

Mun ekki hafa áhrif á innkaup bíla

Stjórnendur bílaleiga telja ekki að lagabreytingin muni hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra eða fjölda bíla sem leigurnar muni kaupa. „Ég myndi ekki halda það að þetta hefði mikil áhrif hjá okkur til að byrja með. Ég held að það þetta sé öðruvísi kúnnahópur,“ segir Sigfús. Undir þetta tekur Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis á Íslandi: „Þetta er bara viðbót við flóruna, það eru nú þegar 150 bílaleigur starfandi. Þetta er allt öðruvísi en hefðbundin bílaleiga, þeir sem treysta sér til að leigja út bílinn sinn og hætta á tjón gera það bara.“

Útleiga einkabíla ætti að vera bönnuð

Steingrímur hefur ekki áhyggjur af samkeppni vegna útleigu einkabíla. Hann telur að þessi markaður verði aldrei stór vegna þess kostnaðar sem fylgir því að fara í gegnum leigumiðlun og tryggja bílana, auk áhættunnar um tjón sem mögulega fást ekki bætt. Hann telur hins vegar að útleiga einkabíla ætti að vera bönnuð. „Þetta er markaður fyrir fyrirtæki og mín skoðun er sú að það á ekki að leyfa einkaaðilum að leigja út bíla í atvinnuskyni,“ segir Steingrímur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .