Óþarfi er að óttast verðbólu á fasteignamarkaði þó svo húsnæðisverð muni halda áfram að hæka með svipuðum hætti og það hefur gert. Þetta segir Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, í viðali við Fréttablaðið. Í Morgunkorni Greiningar í gær kom fram að húsnæðisverð hér á landi hafði hækkað um 4,9% á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Ingólfur segir raunverðshækkun á íbúðarhúsnæði frá árinu 2010 vera tiltölulega litla og segir raunverð íbúðarhúsnæðis í sögulegu ljósi ekki hátt.

Hækkunina má meðal annars rekja til þess að kaupmáttur hefur vaxið, störfum fjölgað og atvinnuleysi hefur vaxið, að sögn Ingólfs. Ari Skúlaskon, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segist búast við enn meiri verðhækkunum á húsnæði á næstu árum sem verði þá í takt við hagsveifluna sem fylgir auknum hagvexti .