Herman Van Rompuy, forseti Evrópuráðsins, hefur boðað til neyðarfundar í dag vegna ástandsins í Ítalíu. Á föstudaginn lækkuði hlutabréfaverð í ítalska bankanum Unicredit Spa um 7,9% og ítalska úrvalsvísitalan lækkaði um 3,5%. Óttast er að Ítalía lendi í svipuðum fjárhagsvandræðum og Grikkland. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Herman Van Rompuy
Herman Van Rompuy
© Jens Einarsson (VB MYND/Jens)
Á fundinum munu sitja Jean-Clude Trichet seðlabankastjóri ECB, Jean-Claude Juncker formaður nefndar fjármálaráðherra ESB, Jose Manuel Barroso formaður framkvæmdanefndar ECB og Olli Rehn efnahagsstjóri nefndarinnar.