Jan Kondrup, formaður samtaka smærri fjármálastofnanna í Danmörku, óttast að orðspor Danmerkur í alþjóðafjármálum verði álíka slæmt og Ísland fékk í kjölfar bankahrunsins. Segir hann möguleika á að svo verði er fram kemur í viðtali við Jan Kondrup í Börsen.

FIH Erhvervsbank í Danmörku.
FIH Erhvervsbank í Danmörku.
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Þessi ótti kemur í kjölfar gjaldþrost danska smábankans Fjordbank Mors fyrir helgi. Um er að ræða lítinn banka í Danmörku en afleiðingarnar gætu orðið miklar því ný bylgja af bankagjaldþrotum getur verið í uppsiglinu í Danmörku. Talið er að gjaldþrotið muni kosta danska ríkið um 66 milljarða króna er fram kemur á vef Vísi.

Kondrup segir að dönsk stjórnvöldi ábyrg fyrir stöðunni vegna aðstoðar sinnar við bankakerfi landsins. Kondrup segir hættu á því fjármálastofnanir í Danmörku endi með svipað lánshæfismat og íslenskar fjármálastofnanir.