Mohamed El-Erian, fjárfestingastjóri hjá Pimco,  sem er áhrifamikið sjóðastýringafélag á sviði skuldabréfa, sagði í gær að írskum bönkum blæddi.  Þetta kemur fram á vef Guardian.

El-Erian sagði að við þessar aðstæður myndi maður ráðleggja systur sinni á Írlandi að taka út allt sparifé sitt í írskum bönkum og leggja þær inn í annars staðar.  Vísaði hann, máli sínu til stuðnings, til að þess sem gerðist í Argentínu.  Olli þetta miklum titringi á Írlandi og hafa áhyggjur almennings aukist að nýju.

Þessi orð kölluðu á viðbrögð írska seðlabankans sem sagði engan grundvöll fyrir þessum áhyggjum.