„Ég held að menn verði að reikna með að fasteignaverð geti fallið á bilinu 15-20% eins og allt lítur út núna,“ segir Steinar Juel í Nordea Markets í samtalai við NRK. Hann óttast að aukin vandræði á evrusvæðinu geti leitt til frekari lækkunar á olíuverði sem koma myndi niður á norsku efnahagslífi og ástæða sé til að óttast að það muni leiða til lækkunar á fasteignaverði. Juel segir mikla óvissu vera um hvernig þróunin verði á næstunni á heimsvísu. „Lækkun olíuverðs getur haft mikil áhrif og sprengt á fasteignabóluna í Noregi sem hefði í för með sér mikið verðfall og samdrátt í nýbggingum,“ segir Juel.

Juel er ekki sá einu sem hefur áhyggjur af norska fasteignamarkaðinum því Øystein Olsen, norski seðlabankastjórinn, hefur lýst yfir áhyggjum af verði á íbúðarhúsnæði og hefur bent á að um 250 þúsund Norðmenn skuldi sem svarar til fimmföldum ráðstöfunartekjum. Af þessum sökum hefur bankinn gert álagspróf til þess að kanna hvað myndi gerast í norsku efnahagslífi ef húsnæðisverð félli um 25%.