Verðbólga mælist nú aðeins 0,2% á Spáni og óttast menn að skeið verðhjöðnunar kunni að renna upp. Breska dagblaðið Financial Times segir verðbólgutölurnar sem birtar voru í morgun geta aukið líkurnar á því að evrópski seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum áfram. Greint verður frá vaxtaákvörðun bankans í næstu viku.

Verðbólguþróunin á Spáni er þvert á væntingar, að sögn Bloomberg .

Financial Times hefur eftir hagfræðingum og fjármálasérfræðingum að varað hafi verið við hættunni á verðhjöðnun um skeið, ekki síst vegna þess að fyrirtæki í útflutningi reyni að halda launum niðri á meðan þau reyni að auka útflutning. Þetta hefur skilað sér í því að kaupmáttur og eftirspurn hefur dregist saman á Spáni.