*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 28. apríl 2018 11:09

Óttinn við Costco að dvína?

Samrunar N1 og Festis og Haga og Olís hafa gengið hægar en fyrirtækin ráðgerðu í upphafi.

Ingvar Haraldsson
Haraldur Guðjónsson

Dvínandi áhyggjur af áhrifum Costco á íslenskan dagvöru- og eldsneytismarkað kunna að eiga þátt í því að Hagar og N1 hafa ekki verið tilbúin að fallast á jafn víðtæk skilyrði Samkeppniseftirlitsins (SKE) og þegar fyrst var tilkynnt um fyrirhuguð kaup á Olís og Festi. Þetta segir Eggert B. Ólafsson, lögmaður og sérfræðingur í samkeppnisrétti. Hagar drógu til baka samrunatilkynningu vegna kaupa á Olís í mars, sama dag og SKE hugðist tilkynna ákvörðun sína vegna samrunans. N1 gerði slíkt hið sama í síðustu viku vegna kaupa á Festi, í þann mund sem SKE hugðist tilkynna ákvörðun sína. Festi rekur meðal annars verslanir Krónunnar, Nóatúns og Elkó. 

„Það er greinilegt að skilyrðin hafa verið umfangsmeiri en fyrirtækin voru tilbúin í,“ segir Eggert. Fréttablaðið greindi nýlega frá því að verð í Costco hefði hækkað umfram aðrar verslanir á síðustu mánuðum. Aukið lagerhald og fjölgun fraktfluga með vörur til landsins hefur valdið hækkandi vöruverði að sögn stjórnenda Costco.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is