Volkswagen Group, sem framleiðir Volkswagen, Audi, Skoda og Seat, seldi 652.500 bíla í janúar og var söluaukningin 1,3% milli ára. Söluaukningin er óvænt þar sem flestir evrópskir bílaframleiðendur bjuggust við erfiðara ári í ár en í fyrra. VW áréttaði að óvissa ríkti um næstu mánuði í tilkynningu sem bílaframleiðandinn sendi frá sér á föstudag.

Veruleg söluaukning var í Bandaríkjunum í mánuðnum, en 26 þúsund bílar seldust og nam aukningin tæpum 40%. Nýr Passat hefur verið vinsæll vestanhafs.

Salan dróst hins vegar lítillega saman í Evrópu, eða um 1%. Evrópumarkaðurinn er stærsti markaður framleiðandans og seldust 260 þúsund bílar í mánuðuðnum.

Volkswagen.
Volkswagen.
Nýi Toureq jeppinn sem Hekla kynnti á dögunum.