Ástralski seðlabankinn hefur lækkað stýrivexti niður í 3,75% sem er meiri lækkun en búist hafði verið við. Ástæðan er veik staða hagkerfisins.

Við kynningu stýrivaxtaákvörðunar sögðu fulltrúar bankans að verðbólgu hefði verið haldið í skefjum á síðustu mánuðum. Vextirnar voru lækkaðir úr 4,25% í 3,75%. Aðstæður í Ástralíu hafa í auknum mæli bent til þess að alþjóðlegur samdráttur og minni eftirspurn hafi nú loks náð til landsins.

Á vef breska ríkisútvarpsins BBC er vitnað í yfirlýsingu ástralska seðlabankans þar sem segir að hagvöxtur hafi á heimsvísu dregist saman á seinni hluta árs 2011 og sé talið líklegt að sá samdráttur haldi áfram á þessu ári.

Gengi ástralska dollarans miðað við þann bandaríska fell um 1% eftir að bankinn kynnti stýrivaxtaákvörðunina.