Þýski bankinn Deutsche Bank, hagnaðist óvænt á þriðja ársfjórðungi, þvert á spár greiningaraðil.a Hagnaður bankans nam 256 milljón evrum eða því sem jafngildir tæpum 32 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg um málið.

Spár greiningaraðila gerði ráð fyrir að bankinn myndi tapa 394 milljón evrum á tímabilinu, í kjölfar þess að hafa tapað rúmum sex milljörðum evra á síðasta ári. Hagnaður vegna viðskipta bankans á mörkuðum jókst um 10% á tímabilinu.

John Cryan, bankastjóri Deutsche Bank, hefur upp á síðkastið staðið í ströngu við það að sannfæra hluthafa um að bankinn gæti staðið undir kostnaði vegna sektar sem að bandaríska dómsmálaráðuneytið krefst af bankanum.

Viðskiptablaðið fjallaði ítarlega um bága stöðu bankans í síðustu viku. Þar kemur meðal annars fram að: „Bankinn hefur í raun ekki jafnað sig eftir efnahagskreppuna árið 2008. Gengi hlutabréfa í DB hefur dalað frá árinu 2007 og hefur aldrei fallið jafn hratt og í ár, en virði hlutabréfanna er aðeins um 8% af hámarksvirði bréfanna í maí 2007.“