Bandaríski álframleiðandinn Alcoa, sem meðal annars rekur Fjarðarál á Reyðarfirði, hagnaðist um 94 milljónir Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, samanborið við 308 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

Hagnaður Alcoa kom greiningaraðilum á Wall Street nokkuð á óvart, þó lítill sé, þegar hafði verið gert ráð fyrir tapi hjá félaginu á fyrsta ársfjórðungi. Það skýrist m.a. af því að álverð lækkaði um 9% á tímabilinu skv. frétt Bloomberg fréttaveitunnar.

Í uppgjörstilkynningu frá félaginu kemur fram að aukin eftirspurn eftir áli í bíla- og flugvélaframleiðslu útskýri hagnaðinn á tímabilinu.