Að sögn Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE, hefur einstæð þekking vaxið upp innan fyrirtækisins. "Við erum í raun og veru með innan þessa fyrirtækis allt sem til þarf til þess að taka lyf frá lyfjamarki og í gegnum fasa 1 og 2 og upp í klínískar lyfjaprófanir sem er mjög óvanalegt fyrir fyrirtæki sem er ekki stærra en Íslensk erfðagreining," sagði Kári á kynningarfundi í dag.

"Ástæðan fyrir því að við höfum getað byggt upp þennan "innfrastrúktúr" er sú að við höfum selt þjónustu út úr öllum þessum einingum og á þann hátt byggt upp starfsfólk og þekkingu og á þann hátt undirbúið okkur undir að taka okkar eigin prógröm í gegnum alla þessa vinnu og það hefur gengið mjög vel upp á síðkastið," sagði Kári.

Hjá fyrirtækinu vinna 480 starfsmenn, 327 á Íslandi og 153 í Bandaríkjunum.