Félag sjálfstæðra Evrópusinna samþykkti ályktun í gær þar sem stjórnvöld voru hvött til þess að taka ekki afstöðu til ESB-aðildar Íslands fyrr en skýrsla Alþjóðstofnunar Háskóla Íslands lægi fyrir.

Nú er hins vegar ljóst er að þingflokkar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins vilja ekki bíða því þeir samþykktu báðir í gær þingsályktunartillögu um að draga til baka umsókn að Evrópusambandinu. Tillögunni verður dreift á Alþingi strax á næstu dögum.

„Maður er mjög óvanur því að sjálfstæðismenn séu hræddir við lýðræðið," segir Benedikt Jóhannesson, formaður Félags sjálfstæðra Evrópusinna, um niðurstöðu þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Fréttablaðinu dag.

„Ég get fullyrt að þetta veldur mörgum mjög miklum vonbrigðum. Annars vegar var búið að lofa því með mjög afgerandi hætti fyrir kosningar að þjóðin fengi að koma að þessu máli áður en tekin yrði lokaákvörðun. Í öðru lagi er augljóst að með því að slíta viðræðum er gengið gegn vilja meirihluta þjóðarinnar," segir Benedikt.