*

sunnudagur, 13. júní 2021
Innlent 18. maí 2018 10:26

Óvenju margir fluttu til Íslands 2017

Tvöfalt fleiri fluttu til landsins árið 2017 heldur en árið á undan.

Ritstjórn
Hagstofa Íslands
Haraldur Guðjónsson

 

Óvenju margir fluttust til Íslands árið 2017 eða samtals 14.929. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar. 

Aðfluttir einstaklingar umfram brottfluttra hafa aldrei verið fleiri á einu ári eða samtals 8.240 manns. Þetta eru um tvöfalt fleiri en árið 2016. 

Árið 2017 fluttu 2.819 íslenskir ríkisborgarar frá landinu og fluttust flestir til Danmerkur. Um 40% brottfluttra voru á aldursbilinu 20-29 ára. 

Stikkorð: Hagstofa Íslands