Framkvæmdir hófust við 293 íbúðir í Garðabæ á árinu 2004. Þetta eru mun fleiri íbúðir en byrjað var að byggja á árinu 2003 og fleiri íbúðir en framkvæmdir hafa nokkurn tímann hafist við í bænum á einu ári.

Garðbæingum fjölgaði á síðasta ári og voru þeir orðnir 9.036 talsins 1. desember það ár. Gert er ráð mikilli fjölgun í bænum á næstu árum og áratugum og að sú mikla uppbygging sem þegar er hafin haldi áfram.

Í yfirliti byggingarfulltrúa yfir byrjunarframkvæmdir íbúðarhúsa á árunum 1979-2004 kemur fram að framkvæmdir hófust við 293 íbúðir á árinu 2004, 217 íbúðir á árinu 2003 og 50 íbúðir árið 2002. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Garðabæjar.