Óverðtryggðir vextir hafa hækkað talsvert á undanförnum tveimur árum en í byrjun árs 2012 voru breytilegir óverðtryggðir vextir lægstir 5,4% hjá Íslandsbanka. Breytilegir vextir fylgja lántakanda í samræmi við vexti Seðlabankans sem hafa hækkað um 1,35% frá þessum tíma.

Fastir óverðtryggðir vextir hafa hækkað um 1-1,25% á þessum rúmu tveimur árum. Þeir sem vildu festa vextina í þrjú ár gátu fengið slík lán á 6,2% vöxtum hjá Íslandsbanka. Landsbankinn og Arion banki hafa boðið upp á lengri bindingu eða samtals fimm ár. Fimm ára fastir vextir voru lægstir hjá Arion banka í byrjun árs 2012 eða 6,45%. Þeir sem tóku slík lán telja sig eflaust hafa valið rétt á þeim tíma því innan árs voru breytilegir óverðtryggðir vextir búnir að hækka hjá öllum bönkunum þremur umfram það sem bundnu vextirnir voru. Í dag eru fastir fimm ára óverðtryggðir vextir lægstir hjá Landsbankanum eða 7,6%.

Undantekningu frá þessari þróun til hækkunar má finna í þriggja ára föstum óverðtryggðumvöxtumÍslandsbanka sem voru komnir í 7,7% í byrjun árs 2013 en hafa lækkað aftur niður í 7,4%.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .