Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,4% í dag í 17,9 milljarða króna viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 3,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 1% í 14,4 ma. viðskiptum.

Eins og sést á þessu yfirliti voru mest viðskipti með óverðtryggð bréf þar sem ávöxtunarkrafan hækkaði í öllum flokkum nema stysta flokknum, RB12. Í öðrum flokkum hækkaði krafan um 20-26 punkta nema í RB31 þar sem hún hækkaði um 14 punkta.

Þróun á skuldabréfamarkaði í dag, þar sem ávöxtunarkrafan á óverðtryggð skuldabréfa hækkar, gefur vísbendingu um að verðbólguvæntingar fjárfesta séu að aukast. Einnig að þeir telji að líkur á vaxtahækkun seðlabankans meiri en áður. Tvennt getur komið til í því sambandi. Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur sagt að kjarasamningar geti haft verðbólguhvetjandi áhrif auk þess sem fjallað hefur verið um í dag verðbólguáhrif hækkandi eignaverðs á meðan hagvöxtur er ófullnægjandi.