Á tímabili eftir fjármálahrunið óx hlutdeild óverðtryggðra lána í bankakerfinu. Á árinu 2013 námu veitt verðtryggð íbúðalán til 40 ára um 48 milljörðum króna, að langmestu leyti jafngreiðslulán. Á sama ári námu óverðtryggð lán til 40 ára um 30 milljörðum króna. Verðtryggð lán til 25–29 ára námu tæpum 10 milljörðum króna en óverðtryggð lán með sama lánstíma um 12 milljörðum króna. Hlutdeild nýrra óverðtryggðra íbúðalána hefur farið minnkandi á undanförnum missirum.

Í árslok 2015 voru óverðtryggðar íbúðaskuldir með veði í fasteign rúmlega 200 milljarðar króna en í árslok 2009 var fjárhæð óverðtryggðra íbúðalána aðeins um 2%. Hlutur óverðtryggðra íbúðalána hefur því á sex árum aukist frá því að vera nær enginn í að vera um 15% af íbúðalánum með veði í fasteign.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .