Mestu viðskiptin á skuldabréfamarkaðnum í morgun hafa verið með lengri óverðtryggð ríkisbréf, sem eru á gjalddaga 2019 og 2025 (RB19 og RB25). Alls hefur veltan með þessa tvo flokka numið 4,3 milljörðum króna það sem af er degi. Ávöxtunarkrafan hefur samt hreyfst lítið. Alls nemur velta með óverðtryggð bréf  tæpir sex milljörðum króna það sem af er degi.

Veltan með verðtryggð íbúabréf hefur verið minni en fyrir rúman milljaðr króna. Þar hefur veltan í lengsta flokknum á gjalddaga 2044 (HFF44) verið mest eða um 500 milljónir króna.