Fyrirætlanir framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um sektir á bílaframleiðendur sem mæta ekki kröfum um niðurskurð í losun gróðurhúsalofttegunda hafa mælst misvel fyrir. Tillögurnar, sem voru kynntar í desemberlok, hafa verið gagnrýndar harðlega af fulltrúum iðnaðarins sem og umhverfisverndarsinnum.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vandaði tillögunum ekki kveðjurnar og sagði þær ósanngjarna byrði fyrir þýskan bifreiðaiðnað, en eðalkerrurnar sem framleiddar eru í landinu eru meðal þeirra mest mengandi í Evrópu. Markmið framkvæmdastjórnarinnar er að þrýsta kolefnislosun nýrra bifreiða niður fyrir 130 grömm á kílómetra fyrir árið 2012, en einnig hefur verið lagt til að setja bílaframleiðendum mörk í hlutfalli við vigt bifreiða.

Nánar er fjallað um sektirnar í Viðskiptablaðinu.