Til að laða að erlenda fjárfestingu og til að bæta samkeppnisstöðu Íslands þarf að ráðast í ýmsar lagabreytingar, ekki síst á skattalögum að mati Fjárfestingarvaktarinnar, en hún er eitt af fagráðum Íslandsstofu.

Hún leggur einnig til umbæturí stjórnkerfinu, svo sem fjölgun bindandi álita skattayfirvalda og að samvinna atvinnulífs og skattayfirvalda verði efld. Þá þurfi að efla greiningarvinnu á einstökum svæðum og mörkuðum til að styrkja markaðssetningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti.

Heilt yfir fela breytingartillögurnar í sér einföldun á gildandi reglum, aukið gagnsæi og minni óvissu um framtíðarskipan skattamála.

Meira má lesa um þetta mál í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .