Hagfræðideild Landsbankans segir að ýmsir hefðbundndir mælikvarðar bendi til þess að ágætt jafnvægi ríki á fasteignamarkaði höfuðborgarsvæðisins. Það megi til dæmis nefna langtímaþróun raunverðs á húsnæði, semhengi íbúðaverðs og kaupmáttar launa og samhengi íbúðaverðs og byggingakostnaðar.

Hagfræðideildin segir hins vegar að þetta jafnvægi sé brothætt og töluverð óvíssa sé framundan. Þar skipti væntanlegar höfuðstólslækkanir verðtryggðra skulda miklu máli þar sem líklegt sé að mörg heimili bíði eftir niðurstöðu um sín mál og hugsi sér til hreyfings þegar upplýsingar liggi fyrir.

Þá segir einnig að þótt ágætis jafnvægi ríki nú að mörgu leyti hafi verið töluverðar verðhækkanir á síðustu mánuðum, sérstaklega á fjölbýli. Það sé því ekki ólíklegt að einhver aukning á bæði framboði og eftirspurn auki spennu og verðhækkanir haldi áfram.

Nánar má lesa um málið hér .