Evran styrktist þegar fréttist af afsögn Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu. Hækkun nam um hálfu prósentustigi og er evran nú 1,3847 gagnvart Bandaríkjadal.

Á sama tíma seldu fjárfestar bandarískt ríkisskuldabréf og hækkaði krafan á þau um 6 punkta. Markaður með skuldabréf útgefnum af Ítalíu opnar ekki fyrr en í fyrramálið og þá sést hvort tíðindi dagsins muni hafa áhrif á kröfu þeirra.

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu.
Sérfræðingar telja að áhrif afsagnar Berlusconi séu óljós. Óvissa ríki um framhaldið og er þekkt vandarmál á Ítalíu að ríkisstjórnir halda ekki lengi út. Frá því Ítalía varð lýðveldi árið 1946 hafa 38 gegnt stöðu forsætisráðherra. Því hefur hver forsætisráðherra aðeins verið að meðaltali í 1,7 ár við völd.

Enginn hefur setið lengur í embætti forsætisráðherra landsins frá stríðslokum en Berlusconi sem varð fyrst forsætisráðherra árin 1994-1995, síðan 2001-2006 og nú frá árinu 2008. Afsögn hans mun taka gildi innan nokkurra vikna.

Evrur
Evrur
© Getty Images (Getty)