Nýherji tapaði 112 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi. Þetta er viðsnúningur til hins verra á milli ára en félagið hagnaðist um 14,8 milljónir á sama tíma í fyrra. Umtalsvert tap var á erlendri starfsemi Nýherja.

Tekjur drógust lítillega saman, námu 3,2 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúma 3,8 milljarða í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, skatta og gjöld námu 22 milljónum króna samanborið við 123 milljónir á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Eigið fé samstæðu Nýherja nam rúmum 2,1 milljarði króna í lok fyrsta ársfjórðungs og var handbært fé í lok tímabilsins 298 milljónir.

Í uppgjörinu segir að afkoma fyrirtækisins skýrist að nokkru leyti af óvissu í efnahagsmálum sem hafi haldið aftur af fjárfestingum fyrirtækja hér á landi og haft neikvæð áhrif á vörusölu. Haft er eftir Þórði Sverrissyni, forstjóra Nýherja, að afkoman sé undir áætlunum.

Uppgjör Nýherja