Í Sádi-Arabíu standa nú yfir frídagar til 23. október og er það talið muna tefja fyrir ákvörðun OPEC ríkjanna um að minnka olíuframleiðslu sína, talið er að neyðarfundur verði haldinn í nóvember, segir í frétt Dow Jones.

Aðildarríkin hafa samþykkt að minnka heildarframleiðslu ríkjanna, en ráðherrar þeirra ræða nú sín á milli hvernig það muni fara fram og hvernig hún muni skiptast á milli aðildarríkjanna.

Misvísandi upplýsingar hafa borist frá ríkjunum og hafa því greiningaraðilar efasemdir uppi um hvort OPEC ríkin geti staðið við fullyrðingar um að minnka framleiðslu.

Upplýsingar sem hafa borist frá Sádi-Arabíu gefa til kynna að þjóðinn muni ekki geta dregið úr framleiðslu sinni vegna skuldbindinga við viðskiptavini, segir í fréttinni.