Á stjórnarfundi Skandia í morgun lét meirihluti hennar í ljós þá skoðun sína að yfirtökutilboð suður-afríska tryggingafélagsins Old Mutual væri ekki hagstætt fyrir hluthafa Skandia og ráðleggur þess vegna hluthöfum að hafna yfirtökutilboði Old Mutual. Þrír af ellefu stjórnarmönnum telja hins vegar að taka skuli tilboði afríska félagsins.

Greiningardeild Landsbankans gerir þetta að umræðuefni í Vegvísi sínum og segir að þegar félagið birti fyrst fréttir af yfirtökutilboðinu þann 15. september sl. kom fram að nokkrir af stærstu hluthöfum Skandia, þar á meðal Burðarás, höfðu þá þegar samþykkt það. Þá hafði stjórn Skandia þó ekki tekið afstöðu til tilboðsins. Einhverjar sviptingar virðast hafa verið síðastliðna daga, en í fréttatilkynningu frá Old Mutual kom fram að félagið hefði sett sig í samband við yfir 60% eigenda hlutafjár í félaginu og fengið jákvæð svör frá meirihluta þeirra.

Byggt á Vegvísi Landsbankans.