*

mánudagur, 20. september 2021
Erlent 22. september 2020 13:45

Óvissa með TikTok blossar upp á ný

Bandaríkjaforseti hyggst banna TikTok nema Walmart og Oracle hafi fulla stjórn á félaginu.

Ritstjórn
Donald J. Trump Bandaríkjaforseti.
epa

Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, segir að Walmart og Oracle þurfi að eiga ráðandi hlut í TikTok Global til þess að félaginu verði leyft að starfrækja í Bandaríkjunum. Enn fremur þurfi téð félög að hafa fulla stjórn á TikTok, annars verður samfélagsmiðilinn bannaður vestanhafs.

TikTok komst hjá væntu banni á sunnudaginn síðastliðinn þar sem félagið náði samkomulagi við Walmart og Oracle. Kínverska fyrirtækið Bytedance segist ætla eiga 80% hlut í nýja félaginu TikTok Global en nú hefur Trump þvertekið fyrir slíkt fyrirkomulag. 

Bandaríkjaforseti segir að Walmart og Oracle skuli hafa fulla stjórn á TikTok Global. Trump hafði áður veitt samkomulaginu sína blessun en upplýsingar frá félögunum tveimur hafa verið á mis. Þá segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC að Oracle hafi tilkynnt um tilboð félaganna um fimmtungs hlut í TikTok Global en jafnframt sagt að Bandarísk félög muni eiga ráðandi hluta.

Stikkorð: Donald Trump Walmart Oracle TikTok ByteDance