Dómur verður kveðinn upp í Icesave-málinu hjá EFTA- dómstólnum á morgun, í máli Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn íslenska ríkinu. Eins og í öðrum dómsmálum er ómögulegt að spá fyrir um niðurstöðuna. Forsendur hafa þó breyst mikið frá því að Icesave-samningarnir svokölluðu, sem voru þrír talsins, voru gerðir þannig að fátt bendir til þess að eftirmál verði í takt við ákvæði þeirra samninga.

Til upprifjunar má taka fram að eftir fall Landsbankans tóku stjórn- völd í Bretlandi og Hollandi einhliða ákvörðun um að greiða út allar innstæður vegna Icesave-reikninga Landsbankans í löndunum tveimur. Greiðslurnar námu um 1.150 milljörðum króna, en þar af féllu um 650 milljarðar undir lögbundna lágmarksinnstæðutryggingu skv. EES reglugerðum. Slitastjórn Landsbankans hefur nú þegar greitt til baka um 660 milljarða króna og gera má ráð fyrir að endurheimtur úr þrotabúinu dugi fyrir afganginum.

Tvö stefnuatriði

Íslenska ríkinu er í raun stefnt fyrir tvennt; annars vegar fyrir að hafa ekki útbúið regluverk um innstæðutryggingar í samræmi við reglur EES-samningsins og hins vegar fyrir að hafa mismunað innstæðueigendum eftir þjóðerni með því að tryggja innstæður Landsbankans á Íslandi en ekki í Bretlandi og Hollandi. Þar vegur þyngst að útibú Landsbankans í Bretlandi og Hollandi voru ekki í dótturfélögum og því í raun enginn munur á þeim og útibúum bankans hér á landi í lagalegum skilningi.

Nánar er fjallað um málð í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.