Óvissa einkennir umræður um fasteignamarkaðinn í heiminum á nýbyrjuðu ári samkvæmt úttekt Global Property Guide. Óstöðugleiki í fjármálakerfi heimsins mun valda fjölmörgum áhættusömum viðskiptum, ótímabærum stefnubreytingum, gjaldeyrisspennu og bólueinkennum í eignaog hrávöruviðskiptum. Þó virðist aukið jafnvægi vera að nást á sumum mörkuðum heims eins og í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Hollandi.

Miklar skuldir

Bent er á að lánamarkaðurinn hafi lítið breyst frá árslokum 2009 þótt örlítið meira traust virðist ríkja á markaðnum. Hafa beri í huga að gríðarlegar skuldir hvíli á þessum geira og segir GPG að áætlað sé að eignir fyrir 190 milljarða dollara séu í höndum óþolinmóðra og aðþrengdra eigenda víða um heim. Miklar skuldir hvíli t.d. enn á bandaríska fasteignamarkaðnum. Í Evrópu sé skuldastaða fasteignamarkaðarins verst í Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu og á Spáni og endurfjármagna þurfi umtalsverðan hluta lánastabbans á næstu tveim árum. Er talið að endurfjármagna þurfi fasteignaveðlán í Evrópu upp á 482 milljarða evra á næstu tveim árum. Erfitt geti reynst að fjármagna 115 milljarða evra af þeim pakka þrátt fyrir að fjármagn sé til á markaðnum þar sem fjárfestar séu hikandi

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.