Seðlabankinn Stýrivaxtafundur 16.03.11 - 2
Seðlabankinn Stýrivaxtafundur 16.03.11 - 2
© BIG (VB MYND/BIG)
Töluverð óvissa ríkir um gæði eignasafna bankanna og þar með um raunverulegt eiginfjárhlutfall þeirra. Vanskil mælast mikil en erfitt er þó að túlka mæld vanskilahlutföll þar sem ekki er ljóst að hve miklu leyti þau endurspegla skuldavanda sem endar í þroti, tafir á endurskipulagningu skulda eða ákvörðun sumra skuldara um að setja skuldir í vanskil vegna deilna um lagalegan grundvöll lánanna.

Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í formála að Fjármálastöðugleika, riti Seðlabankans sem kom út í dag.

Hann segir því enn vera mikið óunnið varðandi endurskipulagningu skulda fyrirtækja og að nokkru leyti einnig heimila. Það viðhaldi óvissu um gæði eigna bankanna og hamlar fjárfestingu og hagvexti. Það hefur síðan aftur neikvæð áhrif á eignasafn bankanna.