Á stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur á morgun verður til umræðu hugsanleg viljayfirlýsing um sölu á orku frá Hverahlíðarvirkjun á Hellisheiði til kísilverksmiðju í Þorlákshöfn.

Ef þetta verður að veruleika gæti fyrirhuguð orkusala til annars áfanga álvers í Helguvík komist í uppnám.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, vildi ekki tjá sig um málið en vísaði á forsvarsmenn OR. Hann taldi samt að þetta mál myndi ekki hafa áhrif á álversframkvæmdir í Helguvík.

„Það er ekki enn kominn bindandi sölusamningur um orkuna til Norðuráls. Á meðan svo er ekki verða menn líka að skoða aðra möguleika,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri OR. Hann segir að fyrirhuguð orkukaup Norðuráls miðist við orku til annars áfanga álversins í Helguvík sem ekki er búið að ljúka fjármögnun á. Því sé heldur ekki búið að taka formlega ákvörðun um að ráðast í byggingu virkjunarinnar.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .