Lækkunin vísitölunnar var í samræmi við væntingar, en opinberar spár lágu á bilinu -0,2% til -0,4%. Lækkun neysluverðsvísitölunnar um 0,27% var í takti við væntingar, segir Hagfræðideild Landsbankans . Opinberar spár hafi legið á bilinu 0,2- 0,4%. Hagfræðideild Landsbankans spáði 0,2% lækkun.

Hagfræðideild Landsbankans býst við því að verbólgan mui verða á svipuðu róli fram í október. Sveiflukenndir liðir geti haft töluverð áhrif á spána. Bensínverð hafi  hækkað nokkuð ört undanfarna mánuði. Verð bensíns hefur jafnan mikil áhrif á neysluverðsvísitöluna og því telur Hagfræðideildin að áframhaldandi verðhækkanir gætu aukið verðbólguþrýsting með haustinu.

Þá bendir Hagfræðideildin á að reiknuð húsaleiga hafi hækkað um 4,5% frá því í janúar síðastliðnum. Undanfarna mánuði hafi sést aukin kraftur í hækkunum á húsnæðisverð. Þannig hafi vísitala markaðsverðs húsnæðis hækkað á landinu öllu um 5,3% frá því í janúar. Haldi sú þróun áfram muni sá liður leiða til aukinnar verðbólgu með haustinu.

Þá bendir Hagfræðideildin á að töluverð óvissa sé um hvað taki við í kjölfar kjarasamninga í nóvember. Verði samið um ríflegar nafnlaunahækkanir muni það að öðru óbreyttu leiða til aukinnar verðbólgu á nýju ári.