Hinir risastóru byggingarkranar eru hættir að snúast og köll á íslensku, pólsku og þýsku er hætt að hljóma um byggingasvæðið. Nokkrar hæðir eru þegar risnar en enginn veit með vissu hvenær þær u.þ.b. tíu hæðir sem á vantar munu bætast við. Á meðan stendur byggingin hálfbyggð eins og minnismerki um bjartsýni og framkvæmdagleði sem varð fjármálakreppunni að bráð.

Sem sagt, byggingarframkvæmdir við Norðurturn Smáralindar, sem átti verða 15 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði, hafa stöðvast í kjölfar þess að gjaldþrota fjármálastofnun stóð ekki við lánasamning. Eik Properties á bygginguna í gegnum dótturfélag. „Málið er í skoðun,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar Properties, um framtíð byggingarinnar. „Við erum að vinna að þessu með fjármálastofnunum,“ segir hann í samtali við Viðskiptablaðið.

_______________________________________

Nánar er fjallað um  málið í Viðskiptablaðinu í dag.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .