*

þriðjudagur, 4. ágúst 2020
Erlent 2. janúar 2019 11:58

Óvissa um framtíð Jet Airways

Indverska flugfélagið Jet Airways, sem hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum, er nú komið í vanskil með lánagreiðslur.

Ritstjórn
Naresh Goyal, stofnandi og stjórnarformaður Jet Airways.
epa

Stærsta alþjóðlega flugfélag Indlands, Jet Airways, er komið í vanskil með endurgreiðslur láns frá viðskiptabönkum sínum. Framtíð flugfélagsins er óviss, en yfir 145 þúsund flugferðir voru flognar á vegum félagsins á síðasta ári, og er félagið stærsta flugfélag heims á þann mælikvarða.

Félagið tilkynnti um vanskilin í kauphallartilkynningu, og sagði ástæðuna vera „tímabundið misræmi í sjóðstreymi“, en gaf ekki upp upphæð hinnar gjaldföllnu greiðslu, sem átti að fara fram á gamlársdag.

Hið 26 ára gamla flugfélag hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum frá því í haust, og bæði launagreiðslur þess og leigugreiðslur fyrir flugvélar hafa dregist. Við síðasta fjórðungsuppgjör í lok september var eigið fé félagsins neikvætt um tæpa 100 milljarða indverskra rúpía, eða um 163 milljarða íslenskra króna.

Meðal ástæðna versnandi gengis í haust var hækkandi olíuverð, en það hefur síðan lækkað mikið. Félagið hefur hinsvegar lengi verið að tapa markaðshlutdeild, og Financial Times segir slæma stjórnun hafa grafið mjög undan samkeppnishæfni þess.

Stikkorð: Airways Jet